news

Jólaball í Koti

10. 12. 2020

Í dag var Jólaball barna og starfsfólks í Koti. Það var sungið og dansað í kringum jólatréð og hann Þvörusleikir kíkti til okkar. Börnin glöddust flest mjög að sjá hann enda var hann skemmtilegur. Þvörusleikir var með pokann sinn meðferðis og voru börnin nokkuð óþreyjufull að fá að vita hvað hann var með í honum.

© 2016 - 2021 Karellen