news

Nýtt ár í sjónmáli

29. 12. 2020

Kæru fjölskyldur
Starfsmenn Hulduheima óska ykkur árs og friðar með þökk fyrir liðið ár.
Það stefnir allt í að við sjáum ykkur meira á nýju ári, vonandi grímulaus sem fyrst, í fataherbergjum deilda.
Árið 2020 leið furðufljótt og áfallalaust í leikskólanum þrátt fyrir Covid-19 og er það ekki síst þeirri góðu samvinnu að þakka sem við eigum við ykkur foreldrana. Það er ómetanlegt.
Við höldum okkar striki á nýju ári 2021 og hlökkum til að takast á við verkefnin sem að okkur streyma.

Hafið það gott um ármótin, farið varlega og sjáumst hress og endurnærð þann 05. janúar 2021

© 2016 - 2021 Karellen