news

Bréf frá Sviðsstjóra fræðlussviðs

17. 04. 2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Skólastarf í leikskólum Akureyrarbæjar fer ágætlega af stað eftir páska. Skipulag er óbreytt frá því sem var og verður þannig í það minnsta fram til 4. maí. Enn er neyðarstig almannavarna í gildi og við munum halda í heiðri öll tilmæli sem því fylgir þar til ný tilmæli koma.

Þetta þýðir að skólunum verður áfram skipt í sóttvarnahólf þar sem hámark 15 börn mega vera í á sama tíma. Til að geta haldið skólastarfi gangandi með þessu fyrirkomulagi var óskað eftir því við ykkur í lok mars að hafa börn heima ef þess væri kostur. Þetta var ekki krafa heldur vinsamlegar óskir til að auðvelda allt skipulag. Margir gátu orðið við þessu sem við erum þakklát fyrir. Fram til 4. maí munum við áfram halda óskinni vakandi með það fyrir augum að geta haldið starfseminni í því horfi sem hún er.

Vonandi munum við fá nánari tilmæli frá almannavörnum strax eftir helgi um hvaða breytingar eru í vændum 4. maí. Allsstaðar í samfélaginu er verið að minna fólk á að neyðarstig almannavarna er enn í gildi og starfsfólk leikskólanna mun fylgja gildandi tilmælum því ábyrgir starfshættir skólanna eru sannarlega hluti af þeim góða árangri sem við höfum náð.

Við munum senda ykkur línu tímanlega um hvaða breytingar verða á skólastarfi í maí en þangað til hvetjum við alla til áframhaldandi samstöðu um að takast á við þennan faraldur.

Takk fyrir samheldnina og samstöðuna,

Karl F

Dear parents / guardians

School work in Akureyri kindergartens starts well after Easter. The layout is unchanged from what it was and will be at least until May 4th. Civil protection is still in force, and we will honor all the recommendations that follow until new recommendations come.

This means that schools will continue to be divided into quarantine rooms where a maximum of 15 children can be accommodated at the same time. In order to keep schooling going with this arrangement, we were asked to have children at home by the end of March if possible. This was not a requirement, but kind requests to facilitate the entire organization. Many were able to do this for which we are grateful. Until May 4, we will continue to keep the request awake with a view to being able to continue the business in its current position.

Hopefully we will get more detailed recommendations from the public defense immediately after the weekend about what changes are expected on May 4th. Everywhere in the community there are reminderse to people that the level of civil protection is still in effect and the preschool staff will follow current recommendations because responsible school practices are truly part of the good results we have achieved.

We will send you a timely line on what changes will be made to schooling in May, but until then we encourage everyone to continue to agree on tackling this epidemic.

Thanks for your cohesion and consolidation,

Karl F

*********************

Karl Frímannsson sviðsstjóri

Fræðslusvið Akureyrarbæjar

© 2016 - 2024 Karellen