news

Leikskólagjöld og þjónusta

24. 03. 2020

Leikskólagjöld vegna aprílmánaðar 2020 taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu, þ.e. ef barn er annað hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.

Grundvallaratriði er að ekki er innheimt fyrir þjónustu sem ekki er innt af hendi.

Preschool fees for April 2020 will change according to the service provided; if a child attends school every other day, a 50% fee is charged. If we have to close the school for everyone other than a priority group, no fee will be charged for those who have the exemption. There is also no charge for children that parents have at home during the period covered by school restrictions. The cancellation is only possible if the absence is continuous and / or regular. It is necessary to report the absence to the school administrators of the preschool concerned. Reduction of services for March is done according to the bill for April.
There will not be charged for services that are not provided.

© 2016 - 2020 Karellen