news

Útskriftarathöfn elstu barna

16. 06. 2020

Það var fríður barnahópur sem útskrifaðist úr Hulduheimum Seli miðvikudaginn 10. júní. Veðrið lék við okkur og börnin í sínu fínasta pússi, tóku við útskriftarskjali og birkiplöntu til að gróðursetja á góðum stað. Það er með söknuði í hjarta sem við kveðjum þau en vonum að okkar aðstoð við uppeldi og menntun þeirra komi að góðum notum á næsta skólastigi. Takk foreldrar fyrir að treysta okkur fyrir því dýrmætasta sem þið eigið og gangi ykkur vel í framtíðinni

© 2016 - 2020 Karellen