news

Aðventuheimsókn í Glerárkirkju - Kot

10. 12. 2021

Í morgun fóru tveir eldri árgangar í heimsókn í Glerárkirkju. Þar tók Eydís Ösp verkefnastjóri á móti okkur og fylgdi okkur inní kapellu. Þar sagði hún okkur söguna af jesúbarninu og sýndi okkur stytturnar. Eftir það bauð hún okkur í lítinn sal þar sem okkur var boðið uppá djús og piparkökur. Á meðan við gæddum okkur á veitingum sýndi Eydís Ösp okkur stutta teiknimynd um söguna af því þegar jesúbarninu kom í heiminn fyrir 2021 ári síðan.

© 2016 - 2022 Karellen