news

Covid á nýju ári

04. 01. 2022

Komið þið sæl og gleðilegt nýtt ár

Vonandi hafið þið haft það gott yfir jólahátíðina.
Nú er skólastarfið að hefjast aftur á nýju ári og hlökkum við til að takast á við verkefni ársins 2022 með ykkur og börnunum ykkar.
Það eru óvissutímar framundan nú í upphafi árs og mikilvægt að við stöndum saman til að reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir sóttkví og lokanir á skólum.
Ef þið hafið verið erlendis óskum við eftir að börnin komi ekki í skólann fyrr en niðurstöður úr sýnatöku á landamærum liggja fyrir þ.e. hjá foreldrum. Hraðpróf eru góður kostur ef fólk er að koma úr öðrum landshlutum eða hafa verið að umgangast marga ólíka hópa yfir hátíðarnar.

Við minnum svo á grímuskyldu þegar þið komið með börnin í skólann og hvetjum ykkur til að nota spritt.

Börn sem sýna einkenni verða send heim til að vernda önnur börn og kennara. https://www.covid.is/undirflokkar/ad-fordast-smit

„Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku.”

Happy New Year

I hope you had good days off school.

Now the school work is starting again in the new year and we look forward to tackling the project of the year 2022 with you and your children.

There are times of uncertainty ahead now at the beginning of the year and it is important that we work together to try our best to prevent quarantines and school closures.

If you have been abroad, we request that the children do not come to school until the results of covid tests are available. Speed tests are a good option if people are coming from other parts of the country or have been interacting with many different groups over the holidays.

We remind you to wear a mask when you bring your children to school.

Children who show symptoms will be sent home to protect other children and teachers. https://www.covid.is/undirflokkar/ad-fordast-smit

"The capital area's civil defense committee recommends that parents not send children to pre-school and primary school with cold symptoms unless they have undergone PCR sampling."

© 2016 - 2022 Karellen