news

Ferð Snillinga í Matjurtagarða Akureyrar

09. 09. 2021

Í haustblíðunni í morgun fóru elstu börnin á Álfadeild og Dvergadeild í strætóferð suður í Matjurtagarða Akureyrarbæjar þar sem tveir kennarar leigja skika til ræktunar. Börnin fengu að kíkja undir kartöflugrös og taka upp gulrætur sem sumar hverjar sátu fastar og þurfti töluverð átök til að ná þeim upp úr moldinni. Allt gekk upp að lokum og eftir gott nesti og leik var farin ævintýraleið gegnum skóginn við Gömlu gróðrastöðin á strætóstöð í Innbænum. Þegar heim var komið myndskreyttu börnin bréfpoka og fengu í hann smá uppskeru með sér heim. Í nónhressingunni var svo boðið upp á gulrótarsmakk á báðum deildum.

© 2016 - 2022 Karellen