news

Fjölmenningarvika Koti

16. 02. 2022

Þessa vikuna tileinkum við fjölmenningu. Við í Koti höfum verið að kynna okkur þau lönd sem börn og starfsfólk hefur tengingu í. Við höfum til dæmis verið að kynnast Tékklandi, Marokkó, Spáni og ætlum að einnig að skoða Frakkland. Við höfum verið að útbúa plaköt sem við söfnum saman ýmsum upplýsingum um það land sem við kynnum okkur. Hún Sylvía matráður hefur einnig verið að elda rétti frá þessum löndum. Í gær fengum við t.d. kjötrétt frá Maokkó og kús kús með. Í dag var spænskur kjúklingaréttur með hrísgrjónum, æðislega góður matur :) Börnin hafa verið að teikna og búa til allskonar fána og hafa haft mjög gaman af.

© 2016 - 2022 Karellen