news

Þorrablót í Koti

25. 01. 2022

Föstudaginn fyrir helgi héldum við Þorrablót hér í leikskólanum. Börnin höfðu föndrað sér þorrakórónur og gæddu sér á þorramat að íslenskum sið ???? Það var meðal annars boðið uppá hangikjöt, sviðasultu, hákarl, slátur, harðfisk, flatbrauð, kartöflur og rófur. Við sungum þorralög og nokkur börn komu fram fyrir hópinn og sungu eða sögðu brandara. Það gekk frábærlega og við skemmtum okkur vel.

© 2016 - 2022 Karellen