news

Sex útskriftarnemar í Hulduheimum

26. 06. 2023

Það er full ástæða til að monta sig fyrir hönd skólans en á síðustu dögum hafa 6 starfsmenn útskrifast úr mismunandi námi.
Jón Ágúst úr meistaranámi í kennslu yngri barna, Valgerður er orðin þroskaþjálfi, Eva og Ellen eru komnar með B.Ed próf í kennarafræðum, Steinunn útskrifaðist úr háskólabrú Keilis og er á leið í HA og María Björk yngsti starfsmaðurinn okkar var dúx úr Menntaskólanum á Akureyri.
í þessu frábæra fólki er mikill mannauður og óskum þeim innilega til hamingu með glæsilegan árangur.

© 2016 - 2023 Karellen