news

Söfnun fyrir Rauða krossinn

30. 06. 2022

Í gær heimsóttu börnin í Snillingahópi á Álfadeild Rauða krossinn og afhentu þar 8.015 krónur sem þau söfnuðu með því að rækta sólblóm af fræjum og selja. Við eigum von á viðurkenningarskjali frá Rauða krossinum og fengu börnin miklar þakkir fyrir framtakið og hugulsemina. Þau fengu líka stutta kynningu á starfi Rauða krossins og fengu að skoða búðina sem Rauði krossinn rekur.


© 2016 - 2023 Karellen