Foreldrafélög Hulduheima

Aðalfundur félaganna fer fram að hausti og er mikilvægt að foreldrar mæti á hann. Þar eru málefni foreldrafélagsins rædd og stjórn þess endurnýjuð en í henni sitja 4 -6 foreldrar. Miðað er við að það sé alltaf einhver eftir í stjórninni frá fyrra skólaári.

Hlutverk foreldrafélaga:

* Vera samstarfsvettvangur foreldra

* Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í skólanum.

* Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.

* Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi skólastarfið til skólastjórnenda og foreldaráðs. Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Hulduheimum og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks er þar starfar.

Allir foreldrar barna í leikskólanum eru í foreldrafélaginu en stjórn félagsins sér um ýmsa viðburði fyrir börn og foreldra, t.d. jólagjafir sem börnin fá á jólaballi skólans, þrettándagleði, leiksýningar, vorhátíðir o.fl. Einnig hefur foreldrafélagið stundum tekið þátt í rútukostnaði vegna vorferðar barnanna og boðið upp á fræðslufundi fyrir foreldra á aðalfundum. Ef foreldrar óska eftir að segja sig úr félaginu láta þeir skólastjóra vita.

Aðalfundur félagsins fer fram að hausti og er mikilvægt að foreldrar mæti vel á hann til að taka þátt í ýmsum ákvörðunum um starfsemi vetrarins. Einnig er mikilvægt að foreldrar taki þátt í viðburðum félagins, það gefur þeim kost á að kynnast foreldrum annarra barna sem ýtir undir félagsleg samskipti barnanna.


© 2016 - 2024 Karellen