Réttindaskóli byggir starf sitt á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Hann staðfestir að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. Öllum þeim sem koma að málefnum barna ber að gera það sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja samningnum. Hér er átt við stjórnvöld, foreldra, skóla og alla aðra sem vinna með börnum.

Allar greinar Barnasáttmálans eru jafn mikilvægar. Þó er fjórar greinar grundvallaforsendur hans en það eru:

2. grein Jafnræði- bann við mismunun

3. grein Það sem barninu er fyrir bestu

6. grein Réttur til lífs og þroska

12. grein Réttur barnsins til að láta skoðanir sína í ljós og hafa áhrif

Kennarar í Hulduheimum hafa sótt námskeið á vegum Unicef og hafa frætt nemendur um hver þeirra réttindi eru auk þess sem að unnin eru verkefni með þeim og þau hvött til að vera gagnrýnin og sjálfstæð. Réttindi barnanna fellur aldrei úr gildi þar sem Barnasáttmálinn er hafður að leiðarljósi í öllu okkar starfi í skólanum.

© 2016 - 2024 Karellen