Umhverfismennt - Matarsóun

Eina viku í mánuði vigta elstu börnin þá afganga sem safnast eftir hádegismatinn hjá okkur og skrá niður magnið. Samhliða vigtuninni ræðum við um mikilvægi þess að skammta sér hóflega á diskinn þannig að sem minnst af mat fari til spillis. Við ræðum um fólkið sem ræktar og framleiðir mat og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir þeirra störfum og náttúrunni sjálfri sem okkur ber að vernda. Hér má lesa um mörg góð ráð til heimila til að sporna gegn matarsóun. https://samangegnsoun.is/matarsoun/ti


Vigtunarskráning sjónræn og börnin geta mælt og skoðað.

Hvert blað er fyrir eina viku (fimm daga). Blöðunum er safnað saman og hægt að bera saman skráningar milli vigtunarvikna. Hægt er að setja allar skráningarnar upp í súlurit í tölvu þegar allar skráningartölur eru komnar. Þá er hægt að bera saman skráningar milli mánaða og milli deilda. Fyrir utan aðalmarkmiðið sem er að leitast við að draga úr matarsóun innan skólans felur verkefnið í sér fræðslu um mælieiningar, talnagildi, læsi á súlurit og samræður um ábyrgð, virðingu, magn og þyngd.









© 2016 - 2024 Karellen