LÍFSLEIKNI Í LEIKSKÓLA

Aðalmarkmarkmið með lífsleikni er að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja.

Dygð er persónueinkenni sem leiðir til réttrar hegðunar eða breytni og tilfinninga. Þetta eru sammannlegir þættir sem gera gott fólk úr börnum.

Lífsleiknin er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi með börnunum; í hópastarfi, í hreyfingu, í listsköpun, í vinastundum og í frjálsum leik, úti sem inni.

Hulduheimar bjuggu til kennsluefnið LÍFSLEIKNI Í LEIKSKÓLA með leikskólunum Krógabóli og Sunnubóli sem var gefið út árið 2006. Notast er við það kennsluefni í lífsleiknikennslu okkar.

Kennsluefnið:

36 verkefnaspjöld – með skipulögðum hópastarfstímum.
Handbók fyrir kennara.
Söngbók.
Handbrúða og tólf sögur með henni.
Geisladiskur með ýmsum vinnuskjölum s.s. dygðavísum ofl.
Tvær loðtöflusögur.

Kennsluefnið byggist á tólf dygðum sem má skipta niður á nokkur ár.
Þær eru: Ábyrgð, Áreiðanleiki, glaðværð, hjálpsemi, hófsemi, hugrekki, kurteisi, samkennd, sköpunargleði, vinsemd, virðing og þolinmæði.

Í HULDUHEIMUM er unnið með 3 dygðir yfir veturinn.

Dygðavísar (fréttabréf um dygðina) eru sendir heim í tölvupósti fyrir hverja dygð svo foreldrar geti unnið með okkur að innleiðingu dygðarinnar, því börn læra dygðir allan daginn, alla daga, ekki bara á skólatíma.

Mýs (bangsar) fara heim með börnunum á hverri önn, þeir heita María, Malla og Lotta. Skrifað er í bækur heima hvað er gert með músunum í þessum heimsóknum og hvernig gekk að æfa þá dygð sem er í gangi hverju sinni. Þessar heimsóknir eru afar vinsælar hjá börnunum og mikill spenningur að fá slíka heimsókn.

Í lok hverrar dygðar eru gerðar skráningar með eldri börnum skólans. Þau eru spurð út í dygðina og allt sett niður á blað.

Með kennsluefninu fylgja foreldraboðorð og markmið. Þau eru send heim í námskrá mánaðarins í tölvupósti, foreldrum til fræðslu.

© 2016 - 2024 Karellen