Hugarró

Þróunarverkefnið „Hugarró, núvitund og hugleiðsla í leikskóla“ er Þróunarverkefni sem hófst haustið 2017. Eftir að verkefninu lauk var ákveðið að innleiða það í allt okkar starf. Með hugarrónni hefur staðblær skólans einkennst af friðsemd og ró og kennarar notið vinnu sinnar. Þá hefur dvöl barnanna í leikskólanum einkennst af gleði, vellíðan og áhyggjuleysi. Lögð er áhersla á slökunarstundir, hugleiðslu, öndunaræfingar og jóga. Í upphafi hvers tíma eins og samverustundar, vinnustundar og matmálstíma eru stundir nýttar til að kyrra hugann. Það er gert á þann hátt að nemendur og kennari setja sig í vissar stellingar setja lófa saman og anda inn og út og kyrra hugann í leiðinni. Þannig ná börnin betur að einbeita sér að komandi verkefni. Að sama skapi viljum við slaka verulega á dagskipulaginu og að starfsmenn njóti þessarra stunda ekki síður en börnin.

Allar skipulagðar stundir byrja á að slaka á. Samhugur er hjá starfsfólki skólans að vinna með áhersluþættina.Slökunarstundirnar eru orðnar fastur liður í starfi skólans ásamt því að nota öndunaræfingar og hugleiðslu í upphafi ákveðinna stunda. Áhersla er einnig lögð á vinnu með tilfinningagreind og styrkleika barnanna sem fellur vel að lífsleikninni.


© 2016 - 2023 Karellen