Foreldrafélög Hulduheima

Aðalfundur félagsins fer fram að hausti og er mikilvægt að foreldrar mæti á hann.Þar eru málefni foreldrafélagsins rædd og stjórn þess endurnýjuð en í henni sitja 4 -6 foreldrar. Miðað er við að það sé alltaf einhver eftir í stjórninni frá árinu áður.

Hlutverk foreldrafélaga

* Vera samstarfsvettvangur foreldra

* Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum.

* Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.

* Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskóla starfið til skólastjórnenda og foreldaráðs.Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks á Hulduheimum og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks er þar starfar.

Allir foreldrar barna í leikskólanum eru í foreldrafélaginu en stjórn félagsins sér um ýmsa viðburði fyrir börn og foreldra, t.d. jólagjafir sem börnin fá á jólaballi skólans, þrettándagleði, leiksýningar, vorhátíðir o.fl. Einnig hefur foreldrafélagið stundum tekið þátt í rútukostnaði vegna vorferðar barnanna og boðið upp á fræðslufundi fyrir foreldra á aðalfundum. Ef foreldrar óska eftir að segja sig úr félaginu láta þeir stjórnina vita.

Aðalfundur félagsins fer fram á haustin og er mikilvægt að foreldrar mæti vel á hann til að taka þátt í ýmsum ákvörðunum um starfsemi vetrarins. Einnig er mikilvægt að foreldrar taki þátt í viðburðum félagins, það gefur þeim kost á að kynnast foreldrum annarra barna sem ýtir undir félagsleg samskipti barnanna.

Lög foreldrafélagsins í Seli

1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Hulduheima -Sels.
2. gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna í leikskólanum eru félagar í foreldrafélaginu.
3. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks á Síðuseli og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks er þar starfar.
4. gr. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.
5.gr. Stjórn félagsins skipa 4 fulltrúar foreldra/forráðamanna þar af a.m.k. 1-2 úr stjórn frá fyrra ári.
6 gr. Aðalfundur félagsins skal halda að hausti ár hvert, og skal hann boðaður með viku fyrirvara. Ef 2 eða fleiri félagsmenn óska eftir fundi er stjórninni skylt að boða til fundar.
7. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi.
8. gr. Gjöld félagsins skulu innheimt einu sinni á ári í október og skulu ákveðinn á aðalfundi ár hvert.
9. gr. Sjóðinn má nota til fræðslu og skemmtunar fyrir börn og foreldra.

Lög foreldrafélagsins í Koti
1.gr. Félagið heitir: Foreldrafélag Hulduheima –Kots
2. gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna í leikskólanum eru félagar í foreldrafélaginu.
3. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Koti og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks er þar starfar.
4. gr. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.
5.gr. Stjórn félagsins skipa 4 fulltrúar foreldra/forráðamanna þar af a.m.k. 1-2 úr stjórn frá fyrra ári.
6 gr. Aðalfund félagsins skal halda að hausti ár hvert, og skal hann boðaður með viku fyrirvara. Ef 2 eða fleiri félagsmenn óska eftir fundi er stjórninni skylt að boða til fundar.
7. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi.
8. gr. Gjöld félagsins skulu innheimt einu sinni á ári í október og skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert.
9. gr. Sjóðinn skal nota til fræðslu og skemmtunar fyrir börn og foreldra.© 2016 - 2023 Karellen