Viðmið vegna lágmarksmönnunar leikskóla Akureyrarbæjar

Markmið með viðmiðunum er að tryggja öryggi og námsaðstæður barna og starfsumhverfi starfsmanna. Um neyðarráðstöfun er að ræða. Ef upp koma aðstæður í skólum að fjarvera starfsmanna er það mikil að stjórnendur telja öryggi barna ekki tryggt og ábyrgð starfsmanna of mikil þarf að grípa til eftirfarandi aðgerða:

Ástæður:

Á ákveðnum tímum geta fjarvistir starfsmanna orðið verulegar og geta ástæður fjarverunnar verið, til dæmis vegna:

Veikinda starfsmanna.

Veikinda fjölskyldumeðlima.

Vegna lokunar leik- og grunnskóla vegna faraldurs.

Aðgerðir:

Senda verður ákveðinn fjölda barna heim úr skólanum og miðast fjöldinn við þau barngildi sem Akureyrarbær ákvarðar á hvern starfsmann í fjárhagsáætlun. Hver starfsmaður ber ábyrgð á ákveðnum fjölda barna. Fjöldi barna sem sendur er heim ræðst af fjölda þeirra starfsmanna sem eru fjarverandi og aldri barnanna að undangengnu mati á fjarveru starfsmanna í öllum skólanum og mögulegu samstarfi á milli deilda. Viðmið um fjölda barna á hvern starfsmann eru:

1 árs – 4 börn.

2 ára – 5 börn.

3 ára – 6 börn.

4 ára – 8 börn.

5 ára – 10 börn.

Samskipti við foreldra:

Hringt verður í þá foreldra sem þurfa að sækja börn sín. Ef ekki næst í foreldra þá verða send skilaboð í gegnum Karellen kerfið. Skólastjóri og/eða staðgenglar sjá um að hafa samband.

Reynt er að haga málum þannig að systkini fari heima sama daginn.

Samskipti við fræðslusvið:

Skólastjóri og/eða staðgenglar tilkynna fræðslusviði um aðgerðir samkvæmt viðmiðum þessum.


© 2016 - 2023 Karellen