Kot skólaárið 2021-2022:

Börnin í Koti verða 26 í vetur:

Börn fædd 2016 - 4 stúlkur og 6 drengir
Börn fædd 2017 - 3 stúlkur og 2 drengir
Börn fædd 2018 - 3 stúlkur og 2 drengir
Börn fædd 2019 - 2 stúlkur og 1 drengur
Börn fædd 2020 - 1 stúlka og 1 drengur

Hópastarfið í vetur: Börnunum er skipt í aldurskipta hópa. Hópavinna er tvisvar í viku þar sem unnið er með ýmis fyrirfram ákveðin viðfangsefni og hver aldurshópur vinnur með ákveðið þema.

Lífsleikni: Við vinnum með dygðir í skólanum. Dygðirnar sem við vinnum með í vetur eru áreiðanleiki, hugrekki og hófsemi. Markmiðið með dygðakennslu er að kenna börnum góða siði til að þau geti þróað með sér góða eiginleika til að vera góð og fróð í samfélagi með öðrum. Þá er lögð áhersla er á að kennari ræði við börnin og hjálpi þeim að skilja ýmiskonar hegðun og tilfinningar. Börn þurfa að læra hver mörkin eru og þurfa að hafa sjálfsstjórn. Eins og áður verur fjallað er um eina dygð í einu í u.þ.b. 8-10 vikur. Í lok hverrar umfjöllunar höldum við vinastund í skólanum þar sem allir koma saman og hóparnir sýna skemmtiatriði.

Hugarró: Í dagskipulagi skólans er nú 20 mínútna slökunarstund eftir hádegismatinn þar sem öll börn og kennarar leikskólans leggjast niður á dýnu með teppi. Við gerum ýmsar æfingar sem miða að því að róa hugann og einnig munum við æfa okkur að kynnast og þekkja okkar tilfinningar, tala um þær og ræða hvernig er hægt að bregðast við erfiðum tilfinningum.

Flæði: Þá daga sem ekki er hópastarf taka börnin þátt í flæði. Börnin finna sér viðfangsefni og kennarar aðstoða þau.

Á Facebook síðuna okkar setjum við inn tilkynningar.

Ef þið þurfið að hafa samband við okkur er síminn: 462-7081.

Einnig er hægt að senda okkur skilaboð á Karellen.


© 2016 - 2022 Karellen