Stjórn foreldrafélagsins í Seli:
Ingibjörg Ósk, mamma Alexöndru Ýrar á Dvergadeild
Elvar Steinn, pabbi Diljár Sillu á Dvergadeild
Viktoría, mamma Tristans á Dvergadeild
Ingibjörg María, mamma Ásrúnar Áróru á Dvergadeild
Ragnheiður, mamma Lilju Sólar á Álfadeild

Lög foreldrafélagsins í Seli

1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Hulduheima-Sels

2. gr. Allir foreldrar/forráðamenn barna í leikskólanum eru félagar í foreldrafélaginu.

3. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Seli og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks er þar starfar.

4. gr. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.

5.gr. Stjórn félagsins skipa 4 fulltrúar foreldra/forráðamanna þar af a.m.k. 1-2 úr stjórn frá fyrra ári.

6 gr. Aðalfundur félagsins skal halda að hausti ár hvert, og skal hann boðaður með viku fyrirvara. Ef 2 eða fleiri félagsmenn óska eftir fundi er stjórninni skylt að boða til fundar.

7. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi.

8. gr. Gjöld félagsins skulu innheimt einu sinni á ári í október og skulu ákveðinn á aðalfundi ár hvert.

9. gr. Sjóðinn má nota til fræðslu og skemmtunar fyrir börn og foreldra/forráðamenn.

Munum að félagið verður aldrei öflugra en þeir sem í því eru.


© 2016 - 2022 Karellen