Áherslur í SMT skólum:Markmið með SMT-styðjandi skólafærni er að efla jákvæðan skólabrag með því að styðja við jákvæða hegðun í skólanum og efla nemendur þannig til uppbyggjandi samskipta.

  • Búið er að skilgreina til hvers er ætlast af börnunum á öllum svæðum skólans og börnunum er jafnframt sýnt hvers er vænst af þeim á hverjum stað. Þessar væntingar er að finna í reglutöflu skólans sem byggð er í kringum einkunnarorð skólans.
  • Jákvæð styrking. Nemendur geta átt von á því að fá hrós og/eða /Bros sem er tákn fyrir jákvæð hegðgun, þegar þeir sýna af sér háttvísi og rétta hegðun. Deildin safnar umbunartáknunum saman og þegar vissum fjölda er náð fær barnahópurinn umbun sem er fyrirfram ákveðin. Dæmi um slíka umbun eru: spilatími, útileikir eða annað sem barnahópurinn hefur komið sér saman um. Nemendur vita að þeir fá ekki alltaf Bros þegar þeir standa sig vel heldur geta þeir átt von á að fá óvænt hrós og viðurkenningu starfsfólks.
  • Þegar nemendur sýna góða hegðun og fylgja skólareglum er reynt að fylgja því eftir heim til foreldra með tölvupósti eða. Börnin fá einnig að fara með Bros í bandi heim.
  • Ef börnin sýna óæskilega hegðun er reynt að aðstoða þau við að leiðrétta þá hegðun. Börnin fá val um að breyta rétt, en ef þau halda áfram fer ákveðinn agaferill af stað. Skráning er haldin yfir óæskilega hegðun. Haft er samband við foreldra símleiðis eða með tölvupósti og þeir boðaðir á fund ef þörf krefur.
  • Mat á árangri starfsins fer fram m.a. í formi kannanna sem lagðar eru fyrir starfsfólk einu sinni á ári.

Lausnateymi

  • Lausnateymið vinnur sem stuðningur við kennara þar sem þeir geta sótt hugmyndir og ráðgjöf vegna einstakra mála í sínum hópum. Teymið tekur við beiðnum um meðferð mála og ber ábyrgð á að boða alla aðila til fundanna, stýrir fundunum og fylgir eftir niðurstöðum.
  • Tilgangur með teyminu er að styðja kennara til að finna leiðir til að vinna með börn með sértæka hegðunarvanda. Teymið veltir upp mögulegum lausnum og kennarinn velur vænlegustu leiðina til að vinna eftir.

© 2016 - 2023 Karellen