Matseðill apríl 2023

Matseðill janúar 2023

Matseðill september 2023


Matarmenningin í Hulduheimum

  • Í Hulduheimum kappkostum að hafa gott hráefni á boðstólnum og hugsum fyrst og fremst um næringarlegar þarfir barnanna.
  • Í morgunmat er 3 daga í viku hafragrautur, 2 daga cheerios, mjólk og/eða súrmjólk lýsi og vatn.
  • Um miðjan morgun fá börnin ávaxtabita af ýmsu tagi.
  • Í hádegismat er boðið uppá fjölbreyttan og góðan mat. Fiskur er í boði tvisvar í viku þorsk og svo feitari fisk eins og t.d. hlýra eða lax. Kjöt er a.m.k. einu sinni og spónamatur vikulega.
  • Í nónhressingu er boðið uppá heimabakað gróft brauð, hrökkbrauð. Áleggið er af ýmsu tagi t.d ostar, skinka, egg og kavíar ofl. Alltaf ávextir, vatn og mjólk.
  • Ef barn er með ofnæmi eða óþol þarf foreldri að koma með vottorð því til staðfestingar og þá er eldað sérstaklega fyrir þau börn.
  • Í tilefni af afmæli barnanna sem við höldum upp á einu sinni í mánuði er boðið upp á ávaxtabakka þar sem börnin fá ávexti sem eru ekki á boðstólnum hversdags.
  • Við höldum í hefðirnar og á Bóndadaginn eða sem næst honum er þorrablót þar sem börnin fá sér þorramat af hlaðborði og eru hvött til að smakka hákarl, súran hval og fleira ljúffengt. Á Bolludaginn eru bollur í hádegismat og rjómabollur í nónhressingu, saltkjöt á Sprengidaginn og á öskudaginn er sett upp pylsusjoppa í salnum og allir fá sér pylsu eftir slaginn við tunnuna. Jólamatur er sama dag og jólaballið er og þá mæta flestir í sparigallanum og fá sér lambakjöt og tilheyrandi af hlaðborði.


© 2016 - 2023 Karellen