news

Endurnýjun á girðingu og hliðum í Seli

01. 06. 2022

Verið er að ljúka endurbótum á umhverfi lóðar í Seli. Skipt hefur verið um girðingu og hlið og nýju hliði bætt við á norðurhlið lóðarinnar svo foreldrar á Trölladeild geta farið þá leiðina til að ná í börnin á útisvæðið. Hellulagt var við hliðin og þökulagt við norðuhlið utan við girðingu. Runnarnir sem voru innan við girðinguna voru fjarlægðir og í staðinn eiga að koma runnar utan við girðinguna einhvern tíma í sumar. Lóðin var minnkuð til suðurs, og það var hið besta mál því þessi hluti lóðarinnar var til ama. Þetta er ánægjuleg breyting og mun snyrtilegra er nú yfir að líta.

© 2016 - 2022 Karellen